Skilmálar „Food & Fun og Icelandair leiks“

Vinsamlegast lesið þessa skilmála. Með þátttöku í leiknum lýsir þátttakandi því yfir að hann hafi lesið og samþykkt þessa skilmála.

Almennt:
Þessar reglur eiga við um þátttöku í „Food&Fun og Icelandair leiks“ (hér eftir kallað „leikur“) sem Icelandair og Food & Fun (hér eftir einnig kallaðir „skipuleggjendur“) halda utan um og skipuleggja.

Vinningur:
Innifalið í vinningnum er flug og flugvallaskattar fyrir tvo til Washington D.C. vor 2018*, kvöldverðir/hádegisverðir á einstökum veitingastöðum í Washington D.C. og gisting í þrjár nætur á hóteli miðsvæðis. Vinningshafi þarf sjálfur að leggja út fyrir öðru uppihaldi á staðnum og ferðakostnaði á milli staða. Vinningshafi þarf að hafa náð 18 ára aldri en forráðamaður getur tekið við vinningum fyrir hönd þátttakenda yngri en 18 ára.

Aðgangsreglur:
Þátttaka í leiknum er aðeins gild á meðan á verkefninu stendur. Til að taka þátt þarf að: 

-        Kynna sér og samþykkja reglur leiksins

-        Setja inn eigin mynd á Instagram með myllumerkjunum #Icelandair og #Foodandfunreykjavik af upplifun á viðburðinum Food & Fun sem á sér stað í Reykjavík frá 28. febrúar til 4. mars 2018

-        Reikningurinn á Instagram þarf að vera opinn svo að myndin sé sýnileg á meðan leik stendur til að eiga möguleika á að hún verði dregin út

Birting:
Með því að taka þátt í leiknum samþykkja þátttakendur að nöfn þeirra og innsendar Instagram myndir megi birta á miðlum skipuleggjenda án þess að fá greiðslur fyrir það frá skipuleggjendum.

Valferli til að ákvarða vinningshafa:
Þann 12. mars 2018 mun ein innsending verða dregin út og tilkynnt um vinningshafann á miðlum skipuleggjenda.

Persónuupplýsingar:
Nöfn og aðrar persónuupplýsingar sem skipuleggjandi tekur á móti í tengslum við samkeppnina verða skráðar í gagnagrunn skipuleggjanda og meðhöndlaðar sem trúnaðarmál í samræmi við lög, um persónuvernd og vernd persónuupplýsinga, nr. 77/2000. Einungis innsendar myndir og nöfn þátttakenda gætu birst á síðum skipuleggjenda.

 

Ábyrgð:
Ábyrgð á hugverkarétti tengdum innsendingum er alfarið á ábyrgð þátttakenda. Skipuleggjendur bera hvorki ábyrgð né bótaskyldu vegna galla eða villna í tengslum nettengingar, netkerfi, hugbúnað eða vélbúnað, eða á villum við innslátt eða afgreiðslu innsendinga eða persónuupplýsinga.
Þátttakendur skulu halda skipuleggjendum og tengdum fyrirtækjum skaðlausum af hvers konar kröfum frá þriðja aðila vegna meintra brota á hugverkaréttindum.

Lokaskilyrði:
Ekkert úr leiknum eða í tengslum við leikinn má endurframleiða eða birta án skriflegs leyfis frá skipuleggjendum. Skipuleggjendur áskilja sér rétt til að gera breytingar á samkeppninni hvenær sem er, hætta samkeppninni eða draga sig út úr henni án þess að þátttakendur eigi nokkrar kröfur á skipuleggjanda.
Kvartanir eða spurningar varðandi reglur leiksins eða skilmála samkeppninnar á að gera skriflega og senda á icelandair@icelandair.is.

 

*Gildir ekki yfir háannatíma: páska, júní, júlí, ágúst og jól. Verður að notast innan 2 ára frá afhendingu vinnings.